Flugeldasýning á Menningarnótt 2008

Nú er frágangur eftir flugeldasýninguna á Menningarnótt rétt ólokið. Aðal undirbúningurinn hófst 11. ágúst og fór rólega af stað, aðallega vegna leitarútkalla og fótboltagæslu. En alla vikuna fyrir Menningarnótt var unnið vel fram eftir kvöldi. Á skotdaginn mæti megnið af hópnum um kl 8:00 um morguninn eftir u.þ.b. fjögra tíma svefn til að aðstoða við að losa prammann sem við skutum sýningunni af, frá bryggja í Hafnarfirði. Því verkefni enda með því að Þorvaldur fékk það hlutverk að vera einn í prammanum þá þrjá tíma sem það tók Lósinn að draga prammann frá Hafnarfirði til Reykjavíkur. Þegar pramminn kom loks í Reykjavíkurhöfn vorum við hin kominn niður á bryggju með sýninguna í gámaskuffum og allt annað tilheyrandi, ásamt kranabíl sem sá um að hífa gámaskúffurnar um borð í prammann. Pramminn sem við fengum lánaðann í ár var mjög góður og mun stærri en sá sem við höfum notað áður. Eina sem vantaði var möl í prammann og því urðum við að keðja og stappa gámaskúffurnar fastar svo þær færu ekki á stað í skotinu, bæði vegna þess að það er ekki sléttur bot í svona dýfgunarprömmum og það var ca meters djúpt vatn í prammanum. En vatn og púður fara ill saman. Eftir keðju vinnuna var komið að hádegismati hjá okkur enda klukkan orðin fjögur og fengum við að nota aðstöðuna í Varðskipuna til að borða pizzurnar okkar. Því næst skiptum við liði og hluti hópsins fór í það að setja blysa-rekkana á Varðskipið en hinn hlutinn fór í að ausa vatni ofan af gámaskúffunum og að ganga frá tengingum milli gámanna í prammanum.*

Þegar leið á kvöldið sigldi Varðskipið úr höfn og kom sér fyrir, fyrir utan Sæbrautina og síðan kom Lósinn aftur og dró pramman á móts við varðskipið, taug var komið á milli skips og pramma. Síðan var beðið. Biðtíminn á prammanum var notaður í eina létta æfingu. Sýningin tókst vel, fór upp eins og við ætluðum. Að vísu sprakk ein 10" aðeins neðar en hún átti að gera, en við prammafólkið urðum minnst var við það, enda gerum við alltaf ráð fyrir að slíkt geti komið fyrir og högum okkur eftir því. Þessi tía minnti marga á góða tertur en þær hafa alveg vantað í sýningarnar hjá okkur eftir að við fórum að skjóta af pramma enda lítið pláss til að koma þeim fyrir. Upplifunin af sýningunni var mögnuð eins og alltaf, hávaðinn, reykurinn, titringurinn og ekki síst fagnaðar öskrin frá áhorfendum. Klikkar ekki. Eftir sýninguna biðum við í nokkra stund og könnuðum gámana áður en við gáfum Lósinum merku um að það mætti draga okkur að landi. Þetta er gert því að glóð sem er í gámaskúffunum getur komið af stað bombum sem orðið hafa eftir í gámunum og þá er betra að vera ekki of nálagt. Á leið í land kepptumst við svo við að ganga frá og pakka niður því sem við urðum að taka með okkur í land um nóttina, bæði á skipinu og prammanum. Klukkan var langt genginn í þrjú um nóttina þegar við fórum lúin en sátt heim á leið.*

En þetta var ekki búið, því daginn eftir fórum við fjögur niður á bryggju og aðstoðuðum kranamanninn við að ná gámaskúffunum upp úr prammanum ásamt því að við þrifum prammann eftir bestu getu. Hlynur kom svo á vörubílnum okkur og flutti gámaskúffurnar upp á M6. Og þá var enn eftir vinna því í gær mánudag mættum við og tæmdum gámaskúffurnar og spúluðum alla 1097 hólkana. Mikil vinna og mikill tíma, en þess virði. Búið að setja fullt af myndum á myndasíðuna*

Að lokum vil ég þakka öllum sem komu að undirbúningu, skotinu og fráganginum þetta árið.*

Kveðja Svava

—————-
Texti m. mynd: Hópurinn sem stóð vaktina á skotdaginn
Höfundur: Svava Ólafsdóttir