Samfélagsverðlaun

Slysavarnafélagið Landsbjörg hlaut í gær Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Sigurgeir Guðmundsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar tók við Samfélagsverðlaununum úr hendi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar við athöfn er fram fór í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Samfélagsverðlaunin nema einni milljón króna og sagði Sigurgeir Guðmundsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, að verðlaunaféð kæmi sér vel nú þegar verið væri að byggja að nýju upp búnað Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar. Eins og kunnugt er skildi sveitin eftir mikinn búnað á Haítí eftir jarðskjálftana í janúar.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson