Mikil stemming í boltanum.

Hjálparsveitarboltinn er vinsæll sem aldrei fyrr og hefur talsvert bætt í hóp þeirra sem geta vart ímyndað sér nokkuð verra en að missa af boltum á miðvikudagskvöldum. Til gamans þá var myndavél kippt með síðastliðin miðvikudag í bolta og tilþrifin fest á filmu. Sama hvort það voru sveittir tækjahópsmenn á bekknum, Ási að framkvæma "fljúgandi Gamminn" eða ónefndir nýliðar að forðast linsuna.

Myndirnar eru komnar á myndasíðu HSSR og viljum við bara hvetja sem flesta til að mæta næstkomandi miðvikudag kl 22:00 í Vodaphonehöllina að Hlíðarenda og taka þátt í fjörinu. Við erum að vinna í því að fá stærri eða fleirri sali.

Hlakka til að sjá sem flesta næsta miðvikudag.

—————-
Texti m. mynd: Næst eru allir úr að ofan !!!
Höfundur: Frímann Ingvarsson