Nýverið fengum við skemmtilega heimsókn frá unglingunum í Stíg, en áður höfðum við fengið í heimsókn unglingana á Tröð. Gestirnir fengu leiðsögn um aðstöðu HSSR og stutt yfirlit yfir sögu sveitarinnar áður en þeir fengu að kynnast því sem skemmtilegast er; því sem gerist þegar kemur útkall. Þar var farið yfir flest allt sem viðkemur þjálfun og búnaði sveitarinnar ásamt lýsingu á því ferli sem fer í gangi í útkalli. Krakkarnir voru óhrædd við að spyrja um allt á milli himins og jarðar sem gerði þessa heimsókn enn skemmtilegri.
Við hjá HSSR þökkum kærlega fyrir frábæra heimsókn og skilum góðum kveðjum til þessara hressu krakka.
—————-
Texti m. mynd: Hressir krakkar við snjóbílinn Bola
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson