Um næstu helgi er fyrirhugað að renna sér á nývöxuðum og nýbrýndum skíðum í brekkum norðanlands. Björgunarsveitin Súlur mun hýsa frændur sína að sunnan í húsakynnum sínum báðar næturnar. Lagt verður af stað stundvíslega klukkan 18 á föstudaginn frá M6 og áætluð brottför á
sunnudeginum kl. 16.00 frá Hlíðarfjalli. Gert er ráð fyrir að skíða Hlíðarfjallið sundur og saman, en aðrar tillögur um fjöll til skíðaiðkunar eru líka velkomnar.
Skráning er hafin á Korkinum, og til þess að áætla fjölda farartækja væri gott ef þátttakendafjöldi myndi skýrast um miðja vikuna.
allir saman nú,
Hrafnhildur
—————-
Höfundur: Hrafnhildur Hannesdóttir