Opinbert leyfi til fjallaferða.

Nú í kvöld, 10. janúar náðum við því marki að koma restinni af milliáralagernum okkar í geymslu. Nokkur handtök eru þó eftir í frágangi en engu að síður er hér með gefið opinbert leyfi til að hefja almennt starf án samviskubits.
Það styttist í Akureyrarferðina og dagskrá fyrir seinnihluta vetrar er rétt að fæðast.

Lítill fugl heyrðist hvísla um stórleiðangurinn “Vestfjarðasúldina 2008” skíðaferð um Hornstrandir í anda “Austfjarðaþokunnar” frægu sem farin var um árið.

—————-
Texti m. mynd: Félagar HSSR á Breiðamerkurjökli vorið 2005
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson