Sovét

Sovét er það kallað þegar ekkert er hægt að aðhafast á jökli vegna veðurs. Aðaldægrastytting Vatnajökulsleiðangursins sem Boli er hluti af sl. 3 daga hefur verið að sova og éta og af því er nafnið sovét dregið.
Þrátt fyrir eindregið skítviðri á Brúarjökli síðustu daga eru menn kátir og bíða spenntir eftir að moka sig út á föstudagsmorgun. Í ferðinni er ma. verið að prófa ferilvöktunarkerfi sem er í smíðum fyrir SL. Nú er svo komið að stóri bróðir sér fljótt á hvorri hliðinni ökumaðurinn sefur, eða allt að því. Myndina tók “Kapteinn Karl” á fimmtudagsmorgun 4.5 þegar veðrinu slotaði um stund.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson