Stjórn Hjálparsveitar skáta í Reykjavík boðar til sveitarfundar þriðjudaginn 27. september klukkan 19:00 á Malarhöfða 6.
Dagskrá sveitarfundar samkvæmt lögum HSSR:
- Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritara.
- Inntaka nýrra félaga.
- Skýrsla um starfsemi sveitarinnar frá síðasta reglulegum sveitarfundi.
- Starfsáætlun til næsta reglulegs sveitarfundar.
- Önnur mál.
Félagar með mál sem þeir vilja ræða undir liðnum Önnur mál eða erindi sem þeir vilja flytja á fundinum eru beðnir um að hafa samband við einhvern stjórnarmeðlim eða bera það upp við fundarstjóra á fundinum.
Skráning: hssr.d4h.org/team/events/view/557285