Kynning á nýliðaþjálfun 2022

Nýliðar á leitartækninámskeiði hjá Úlfljótsvatni.

Í lok ágúst verður nýliðaþjálfun Hjálparsveitar skáta í Reykjavík í máli og myndum í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6. Þátttaka í starfi hjálparsveita er góð og gefandi dægradvöl sem hentar þeim vel sem hafa brennandi áhuga á að gera öðrum gott.

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér hvað sveitin hefur að bjóða, þá getur þú skráð þig á lista svo við getum sent þér póst þegar búið er að ákveða dagsetningar fyrir kynningarfundi. Öllum er frjálst að mæta og kynna sér hvað er í boði og hvort það sé eitthvað fyrir þau.

Nánari upplýsingar er að finna á hssr.is/nylidar.