Sveitarfundur 29. apríl

Sveitarfundurinn í gærkvöldi var ljómandi góður.

Fjölmennur hópur nýliða breytist í föngulega sveitarmeðlimi. Eftirfarandi skrifuðu undir eiðstaf sveitarinnar á fundinum;

Albert Lúðvigsson
Albert Vernon Smith
Benedikt G. Ófeigsson
Dagbjartur Finnsson
Daníel Gunnar Jónsson
Edda Björk Gunnarsdóttir
Davíð Örvar Hansson
Gunnar Magnússon
Hildur Andrjesdóttir
Stefán Örn Kristjánsson

Myndin er af hópnum. (þeir sem sitja í fremstu röð eru ekki hluti af þeim sem skrifuðu undir eiðstafinn á þessum fundi.) Fleiri myndir undir HSSR – Myndaalbúm.

Guðbjörg, ritari, las skýrslu stjórnar fyrir síðasta starfstímabil.

Stefán Páll kynnti breytingar á fótboltagæslu, sem eru þær að leikjum fjölgar nokkuð í sumar vegna þess að heimaleikir Þróttar verða spilaðir á Laugardalsvelli og að félagar verða forskráðir á leiki. Fótboltagæslan hefst mánudaginn, 19. maí.

Kristinn, sveitarforingi sagði frá Landsþingi og hvatti félaga til að taka þátt í því. Allt bendir til þess að um fjörugt þing verði að ræða. Félagar einnig hvattir til að mynda lið og taka þátt í björgunarleikunum.

Kristinn og Páll Ágúst, gjaldkeri, opnuðu umræðu um fjárfestingu á nýjum snjóbíl og svöruðu spurningum varðandi það.

Eftir hlé kom svo Einar Guðmundsson, forvarnarfulltrúi hjá Sjóvá-Almennum. Hann fór yfir tryggingarmál sem snúa að okkar störfum sem meðlimir í hjálparsveit.

—————-
Vefslóð: ksi.is
Höfundur: Stefán P. Magnússon