Gönguskíðaferð – Vatnajökull

Fyrirhuguð er gönguskíðaferð yfir Vatnajökul dagana 7-14 júní. Áætluð leið er Kverkfjöll-Grímsfjall-Öræfajökull. Þeir félagar HSSR sem hafa áhuga á að taka þátt í ferðinni verða að hafa samband við fararstjóra fyrir 15 maí. Það skal þó tekið fram þetta er ekki ferð fyrir byrjendur og nauðsynlegt er að þátttakendur hafi einhverja reynslu af lengri gönguskíðaferðum. Fólk þarf einnig að eiga eða hafa aðgang að nauðsynlegum útbúnaði eins og góðum gönguskíðum, skinnum, púlku, góðum svefnpoka, vetrartjaldi o.s.frv., auk þess að kunna vel á notkun korta og áttavita.

Ævar Aðalsteinsson 696-5531, 566-6757 borgar.t@simnet.is
Birgir Jóhannesson, 570-7100, birgirj@iti.is

—————-
Höfundur: Stefán P. Magnússon