Samæfing leitarhópa

Leitartæknihópar á höfuðborgarsvæðinu héldu sameiginlega æfingu 12. maí 2003. Það kom í hlut HSSK að sjá um æfinguna, sem fólst í að finna mann sem hafði fengið sér hressingargöngu í nágrenni Hvaleyrarvatns. Æfingin gekk vel og tókst leitarhópunum að finna manninn á skömmum tíma. Frá HSSR mættu 10 þátttakendur og voru þeir ánægðir með æfinguna. Að æfingunni lokinni bauð Íbí upp á pönnukökur á Malarhöfðanum.

—————-
Höfundur: Ingibjörg Eiríksdóttir