Þverun straumvatna

Síðastliðinn laugardag 10. maí var haldið námskeið í þverun straumvatna, öðru nafni sullnámskeið. Leiðbeinandi var Árni Alfreðsson og var nemendum ljóst að þar fór fagmaður í sulli. Námskeiðið fólst í að lesa úr straumvötnum og komast yfir straumþungar kvíslar Markarfljóts, ýmist með því að vaða, reyna að synda með takmörkuðum árangri eða ef allt þraut að láta sig fljóta upp á næstu grynningar. Nokkuð var vistin blaut en það kom ekki að sök, þar sem námskeiðið var mjög skemmtilegt og síðast en ekki síst lærdómsríkt. Enginn félagi HSSR ætti að láta þetta námskeið fram hjá sér fara. Fleiri myndir er að finna undir HSSR – myndir.

—————-
Höfundur: Guðbjörg Árnadóttir