Tetra námskeiðin að hefjast aftur

Nú er þráðurinn tekinn upp að nýju enda nuta tetranámskeiðin mikilla vinsælda fyrir áramót. Þau eru hugsuð fyrir alla félaga og aðeins eru sex til átta manns á hverju námskeiði. Námskeiðin byggjast á því að allir fá í hendurnar tetra stöð, setjast saman við borð og svo er hafist handa við að prófa og fikta undir stjórn Helga Reynis. Einnig er Sidewatch eftirlitskerfið kynnt.

Næsta námskeið verður mánudaginn 29. mars og er frá kl. 20.00 til 22.00. Skráning er hafin á korkinum. Síðan eru fyrirhuguð námskeið 12, 19 og 26. apríl ef áhugi er hjá félögum.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson