Fullgildir félagar

Á sveitarfundi 23. apríl skrifuðu 18 nýliðar II undir eiðstaf HSSR, urðu þar með fullgildir félagar í HSSR og fóru á útkallsskrá. Hópurinn er eftir bestu vitund sá stærsti sem hingað til hefur gengið inn í sveitina í einu lagi og er uppistaðan í honum félagar sem hófu nýliðaþjálfun haustið 2008. Þau hafa lokið öllum námskeiðum sem falla undir Björgunarmann I og öðru starfi sem gerð er krafa um til að verða fullgildur félagi í HSSR

Þau sem skrifuðu undir eru: Anna Dagmar Arnarsdóttir, Auður Sif Jónsdóttir, Birgir Christian Hidle, Esra Þór Jakobsson, Guðni Alexandersson Bridde, Helga Björk Pálsdóttir, Helgi Rúnar Halldórsson, Hildur Gunnarsdóttir, Hlynur Pálsson, Ingveldur Ævarsdóttir, Julien Oberlé, Kjartan Óli Valsson, Melkorka Jónsdóttir, Ragnar K. Antoniussen, Sigríður Guðrún Elíasdóttir, Sigþóra Ósk Þórhallsdóttir, Sören Lilbæk Sörensen og Kári Logason

—————-
Texti m. mynd: Glæsilegur hópur
Höfundur: Haukur Harðarson