Þríþraut bíló

Bílaflokkur hélt að venju þríþraut morgunin fyrir árshátíð og að þessu sinni mættu 5 lið eða 16 aðilar til keppni og reyndu með sér í ritskoðun, trukkadrætti og glysglímu.
Kiðlingarnir sigruðu síðan keppnina með ýmsum klækjum.
Bíló vill þakka öllum sem tóku þátt í keppnini og vonast til að sjá sem flesta að ári.

Myndir frá keppnini eru komnar á myndasíðu

—————-
Höfundur: Guðmundur Jón Björgvinsson

Þríþraut Bíló

Þá er komið að hinni árlegu “Þríþraut Bíló” og að venju er keppt um veglegan verðlaunagrip sem vinningsliðið fær til varðveislu í eitt ár. Á síðasta ári unnu hinir öflugu RDF liðar og er nokkuð ljóst að þeir munu mæta tvíefldir til leiks á þessu ári til að halda uppi heiðri nýliðana.
Keppnin þetta árið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Gróa á Leiti segir reyndar að keppnin þetta árið verði með ansi líflegu sniði og hvetur hún því alla flokka HSSR til að senda sína fulltrúa til leiks.
Skráning fer fram frá og með miðvikudeginum 5. nóvember hjá formanni Bíló í gegnum tölvupóst snorrimos@isl.is eða 896-9607

Það er spurning hvort ritskoðun verður meðal keppnisgreina en það kemur allt í ljós þegar keppendur mæta til leiks 😉

—————-
Höfundur: Snorri Halldórsson