Undanfaraæfing á svæði 1

Þann 22. október sl. stóð Hjálparsveit skáta í Garðabæ fyrir æfingu fyrir hina undanfarahópana á svæði 1. Frá HSSR mættu Gummi, Helgi, Bensi, Steini, Kjarri, Valdi, StebbiMagg, Snorri auk undirritaðs. Æfingin heppnaðist vel og eiga hsg-menn hrós skilið fyrir að skipuleggja æfingu þar sem fullt tempó var á öllum alla æfinguna.
Í umræðum á korkinum lofaði ég að birta frétt af æfingunni ásamt því að linka í myndir úti í bæ (óóóóó það má víst ekki ;o) og birta mynd af undanfara í hssr í “annarlegri” stellingu (óóóó það samræmist víst ekki starfi sveitarinnar ;o).

Myndirnar eru á síðu HSG og eftir því sem ég kemst næst þá tók Haukur Parelíus þær.

Góðar stundir
Halli

—————-
Vefslóð: hsg.rugl.is/?s=2&flokkur=undanfari
Texti m. mynd: Undirritaður staddur utan á húsi vestur í bæ.
Höfundur: Haraldur Guðmundsson