Umgengni og útköll

Það er mikið að gera þessa daganna og stutt milli útkalla auk æfinga og námskeiðahalds. Þegar þetta fer saman vill það brenna við að umgengni versni. Ég vil hvetja þá félaga HSSR sem eiga erfitt með umgengni að taka sér tak.

Sveitarforingi fær nokkuð af kvörtunum um umgengni um persónulegan búnað félaga, það er þegar draslið frá einum skáp er farið hindra aðgengi að öðrum skápum. Ef dótið þitt kemst ekki fyrir í skápnum er mikilvægt að fara í gegnum það, henda eða fara með heim það sem þú notar ekki og ganga frá restinni. Einnig er í möguleiki á tveim skápum í einhverjum tilvikum.

Aðgengi og skipulag á búnaði er hluti af útkallsskipulagi. kveðja Haukur Harðarson

—————-
Texti m. mynd: Mynd tekin seint um kvöld – fáir í húsi
Höfundur: Haukur Harðarson