Ábyrgðarsvið stjórnarmanna

Stjórn hefur lokið við að skilgreina ábyrgðarsvið einstakra stjórnarmanna og listann yfir ábyrgðarsvið er að finna á heimasíðunni undir gögn auk þess sem hann er á töflu í húsnæði. Markmiðið með þessu er að halda betur utan um einstaka málaflokka og skýra boðleiðir. Eftir sem áður bera einstakir félagar/hópar/flokkar ábyrgð á þeim verkefnum sem þeir hafa tekið að sér eða verið falið.

Ef félagar hafa ábendingar eða fyrirspurnir sem snerta einstaka málaflokka þá eru þeir hvattir til að hafa samband við þann stjórnarmann sem hefur umsjón með honum. Ef málið snertir stjórn í heild sinni er einfaldast að senda póst á stjorn@hssr.is

https://hssr.is/images/gogn/ALM_0125_0857_00_1.pdf

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson