Undirritaður skellti sér í ævintýraferð um páskana ásamt kollega sínum, honum Freyza úr Ársæli. Takmarkið var að klífa Antafjallstind í austanverðum Öræfajökli – nánartiltekið í skriðjöklinum Fjallsjökli. Það hafði ekki verið gert síðan 1989. Þrammað var upp Fjallsjökulinn á föstudeginum langa, tjaldað og sofið í mikilli snjókomu. Laugardagurinn var bjartur og fagur og á dögum sem þessum er Ísland besta land í heimi. Takmarkið tókst og sem bónus var gengið á Káratind sem er þarna steinsnar frá.
Þetta er tíminn til að bralla eitthvað á landinu!
Myndir komnar inn á netið: http://gallery.askur.org/album519
—————-
Vefslóð: gallery.askur.org
Texti m. mynd: Freyzi þræðir hnífsegg á Antafjallstindi
Höfundur: Stefán Örn Kristjánsson