Sveitarfundur 25. apríl 2006

Sælir félagar í HSSR

Næstkomandi þriðjudag, þann 25. apríl verður næsti sveitarfundur HSSR. Vegna margra frídaga undanfarið og framundan er fyrirséð að fundarboð mun berast í seinna lagi til ykkar. Með fundarboðinu berst ykkur símaskrá HSSR sem er í nýstárlegu broti þetta skiptið.
Læt fylgja með hér að neðan fundarboðið:

Stjórn Hjálparsveitar skáta í Reykjavík boðar til reglulegs sveitarfundar þriðjudaginn 25 apríl.

Fundurinn hefst kl. 20.00 og verður haldinn að Malarhöfða 6.

Dagskrá:

• Sveitarforingi setur fund og stýrir kosningu fundarstjóra og fundarritara.
• Inntaka nýrra félaga.
• Skýrsla stjórnar um starfsemi sveitarinnar frá síðasta reglulega sveitarfundi.
• Önnur mál.

Guðrún Sigmundsdóttir yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættis ræðir um stökkbreytingu á influensu, (fuglaflensu).
Lækkun á nýliðaaldri.
Fjallaklifurferð félaga HSSR til Pakistan.

• Nýliðar eru minntir á að þeir hafa seturétt á fundum sveitarinnar, með málfrelsi og tillögurétt. Þeir eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunni sem og allir aðrir félagar HSSR.

Kveðja
Stjórn Hjálparsveitar skáta í Reykjavík

—————-
Höfundur: Einar Þorláksson