Mikið hefur verið um útköll í sumarbyrjun. Með hækkandi hitastigi og sól á lofti vill það gjarnan verða þannig að björgunarsveitarfólk verður ekki eins sýnilegt í útköllum þegar of heitt er í veðri til að klæðast jakka.
Stjórn HSSR hefur ákveðið af kaupa hlaupavesti frá 66°N sem eru ætluð til nota í útköllum þegar þörf krefur en
eru janframt hentug til útiveru þegar félagar vilja vera sýnilegir. Vestin verða merkt HSSR og nafni björgunarsveitarmanns HSSR.
Sendur hefur verið póstur á alla félaga með link þar sem þeir geta lagt inn pöntun.
—————-
Höfundur: Björk Hauksdóttir