Fjáröflunarverkefni sumarsins

Nú er að skýrast hvaða fjáröflunarverkefnum HSSR mun sinna í sumar. Fótboltagæslan fyrir KSÍ og stikuverkefni á Hengilssvæðinu er nú í fullum gangi, stikuverkefnið byrjaði reyndar seinna en venjulega vegna tíðarfars. Einnig munum við sjá um flugeldasýningu á Menningarnótt.

Aftur á móti mun ekkert verða af gæslu á Landsmóti hestamanna eins og fyrirhugað var. Ekki náðust samkomulag um umfang verkefnisins. Ekki verður heldur af sjúkragæslu í Reykjavíkurmaraþoni og stafar það af því að ekki náðist samkomulag um þörf á viðbragði vegna verkefnisins.

Stjórn vill hvetja alla félaga til að fylgjast vel með, skrá sig af fyrra bragði á D4H í verkefni.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson