Aðalfundur HSSR sem haldinn var í gærkvöldi var vel sóttur. Rúmlega 60 fullgildir félagar sátu fundinn auk nær 20 nýliða af fyrsta og öðru ári.
Nokkrar mannabreytingar urðu á stjórn Hjálparsveitarinnar en þeir eru nú eftirfarandi frá hægri til vinstri:
Haukur Harðarson Sveitarforingi til eins árs. Þetta verður fimmta ár Hauks sem sveitarforingja.
Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir. Kosin inn fyrir ári og á ár eftir.
Árni Þór Lárusson. Kosinn inn fyrir ári og á ár eftir.
Stefán Páll Magnússon. Nýr stjórnarliði. Kosinn til tveggja ára.
Kjartan Þór Þorbjörnsson. Kosinn til eins árs.
Örn Guðmundsson. Kosinn til tveggja ára.
Vilborg Gísladóttir. Nýr stjórnarliði. Kosinn til tveggja ára.
Á fundinum skrifuðu einnig fjórir einstaklingar undir eiðstaf sveitarinnar og eru nú fullgildir félagar í HSSR.
Þau eru:
Emil Þorvaldsson.
Katrín Auðunardóttir.
Manuela Magnúsdóttir.
Sveinbjörn Steinþórsson.
Ársskýrslu HSSR fyrir starfsárið 2008-2009 má nálgast hér:
https://www.hssr.is/images/gogn/ALM_1117_2220_25_1.pdf
—————-
Texti m. mynd: Nýkosnir kátir stjórnarliðar.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson