Helgina 22.-24. janúar verður haldið námskeið í Fyrstu hjálp 1 á Malarhöfða. Kennari að þessu sinni verður Björgvin Herjólfsson frá Ársæli, en hann hefur kennt síðustu 2 Fyrstu hjálpar námskeið hjá sveitinni.
Námskeiðið hefst stundvíslega kl. 20 á föstudagskvöldinu og stendur c.a. fram að kaffi á sunnudeginum. Þar sem æfingar verða einnig utandyra þarf að mæta klæddur eftir veðri. Kaffi og hádegisverðir báða dagana og kvöldmatur á laugardag verða á kostnaðarverði.
Þetta námskeið er skyldunámskeið og skráning er hjá nýliðateymi, nylidar@hssr.is fyrir miðvikudaginn 20.janúar.
F.h. sjúkrahóps Villa og Katrín
—————-
Texti m. mynd: Fyrstuhjálparpóstur á Landsæfingu 2009
Höfundur: Katrín Möller