Fyrsta hjálp 1

Helgina 22.-24. janúar verður haldið námskeið í Fyrstu hjálp 1 á Malarhöfða. Kennari að þessu sinni verður Björgvin Herjólfsson frá Ársæli, en hann hefur kennt síðustu 2 Fyrstu hjálpar námskeið hjá sveitinni.

Námskeiðið hefst stundvíslega kl. 20 á föstudagskvöldinu og stendur c.a. fram að kaffi á sunnudeginum. Þar sem æfingar verða einnig utandyra þarf að mæta klæddur eftir veðri. Kaffi og hádegisverðir báða dagana og kvöldmatur á laugardag verða á kostnaðarverði.

Þetta námskeið er skyldunámskeið og skráning er hjá nýliðateymi, nylidar@hssr.is fyrir miðvikudaginn 20.janúar.

F.h. sjúkrahóps Villa og Katrín

—————-
Texti m. mynd: Fyrstuhjálparpóstur á Landsæfingu 2009
Höfundur: Katrín Möller

Fyrsta hjálp 1

Um helgina var haldið námskeiðið Fyrsta hjálp 1 að Úlfljótsvatni. Má með sanni segja að námskeiðið hafi verið vel sótt en 29 nýliðar sátu námskeiðið auk annarra félaga sem nýttu sér tækifærið til upprifjunar.

Gekk námskeiðið mjög vel og sjaldan hefur sést jafn samheldinn hópur á ferð og þessir nýliðar eru. Útskrifuðst þeir allir með prýðis einkunn af námskeiðinu. Til hamingju =)

Nokkrar myndir eru komnar inn á myndasíðuna. Auk þess tók Raggi nokkrar myndir og bendir á neðangreinda vefslóð til að skoða þær.

Fyrir hönd sjúkarhóps
Edda Björk

—————-
Vefslóð: flickr.com/photos/eirasi/sets/72157594351694874
Texti m. mynd: Fyrsta hjálp 1
Höfundur: Edda Björk Gunnarsdóttir