Útkall Haiti myndasýning

Allir eru hjartanlega velkomnir á myndasýningu BoO (Base of Operation) búðahóps HSSR í Íslensku alþjóðasveitinni þriðjudagskvöldið 23 febrúar kl 20:00 á M6

Sýningin mun gefa innsýn í þetta fyrsta alþjóðlega útkall HSSR allt frá undirbúningi sveitarinar eftir að skjálftinn varð til heimkomu.

Búðahópurinn tók þátt í mjög fjölbreyttum verkefnum. Má þar helst nefna:

Móttaka og skipulag í Keflavík við brottförUmsjón affermunar og flutnings búnaðar á HaitiUppsetning og umsjón tjaldbúða ÍASkipulagning og stjórnun tjaldbúða allra björgunaraðila á HaitiÞáttaka á rústabjörgunarvettvangi við Caribbean MarketFyrirhugað þyrluflug til að meta aðstæður í LeoganeÞáttaka í leiðangri til LeoganeAðstoð við leit í Hótel MontanaUmsjón með brotthvarfiÁ þessar upptalningu sést að félagar HSSR voru ekki aðeins að fást við að elda mat og losa kamra.

Í dag eru 8 virkir félagar í útkallshóp búðahóps auk tveggja sem eru að banka á dyrnar. Í útkallshópnum eiga að vera 12 félagar HSSR þannig að við erum enn að leita að öflugum félögum í hópinn. Hefur þú áhuga!

Auk þess starfa um 10 aðilar í baklandi búðahóps og taka þeir fullan þátt í allri vinnu hér heima og skipa mjög mikilvægt hlutverk í undirbúningi sveitarinnar þegar til útkalls kemur og við heimkomu sveitarinnar.

Búðahópur HSSR

—————-
Texti m. mynd: Dagbjartur að græja þvottavatn fyrir alla
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson