Gufuskálar helgina 19.-21. febrúar

Um helgina var haldin Allsherjaræfing með þátttöku allra helstu hópa innan HSSR.
Þetta er í annað skipti sem slík æfing er haldin og voru tæplega 60 manns á staðnum þegar mest var.
Undanfarar mættu, sjúkrahópur mætti, sérhæfði leitarhópurinn var á staðnum, tækjahópurinn einnig og hin nýja léttsveit HSSR lét ljós sitt skína.
Þar fyrir utan mætti stór hópur af nýliðum 1 og 2.
Ýmsar æfingar voru í boði og keyrði m.a. ein stór skyndihjálpar-og leitaræfing að morgni laugardags þar sem rútuslys var sett á svið.
Undanfarar settu upp línubrú, léttsveitin æfði "stíft" (og var aðallega neðan jarðar) og tækjahópurinn fékk verkefni eins og slóðaleit og affelgun á bíl.
Ýmis smærri verkefni eins og fjöruleit, fínleit, björgun sjúklings úr rústagöngum og reykköfun var einnig í boði.
Takmarkið var að hafa margvísleg verkefni við allra hæfi og tókst það ágætlega.

Að kvöldi laugardags var svo framreitt fimm stjörnu lambalæri með öllu að hætti sveitarforingjans og hinna fræknu fylgdarsveina hans.
Súkkulaðikaka með rjóma toppaði svo herlegheitin.

Æfingastjórn þakkar kærlega fyrir sig 🙂
Sjáumst að ári.

—————-
Texti m. mynd: Æfingastjórn í góðum gír 🙂
Höfundur: Melkorka Jónsdóttir