Helgina 30. apríl – 2 Maí n.k. mun Björgunarskólinn standa fyrir ráðstefnu um sprungubjörgun.
Staðsetning hennar hefur verið valin að Varmalandi í Borgarfirði.
Björgunarskólinn stóð síðast fyrir fjallabjörgunarráðstefnu árið 2001 og er það orðið löngu tímabært að endurtaka leikinn þar sem sú ráðstefna tókst alveg prýðilega. Megin inntak ráðstefnunnar verður eins fram er komið sprungubjörgun. Og munum við notast við Langjökulinn í því samhengi, undir dyggri leiðsögn heimamanna úr Björgunarsveitinni Heiðari í Varmalandi og Björgunarsveitinni Ok Reykholti.
Planið er að ráðstefnan muni hefjast með opnunarfyrirlestri klukkan 17:00 á föstudeginum. Og munum við svo nýta föstudagskvöldið til frekari fyrirlestra. Laugardagurinn verður svo tekinn upp á jökli þar sem til stendur að setja á svið æfingar með öllum tilheyrandi tækjum og tólum. Og vinna í hópum að mismunandi verkefnum. Sunnudagurinn verður svo notaður til samantektar og vinnu í umræðuhópum.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar www.landsbjorg.is
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson