Fréttir af Léttsveitinni

Síðastliðinn laugardag tóku 6 vaskir sveinar úr rústabjörgunarhóp HSSR ,sem í daglegu tali er kölluð Léttsveitin , þátt í afmælisæfingu FBSR. Þrjú verkefni voru í boði fyrir rústahópa, 2 af þeim fólu í sér að finna slasað fólk í byggingum sem voru skemmdar eftir jarðskjálfta og koma þeim til bjargar. Í síðasta verkefninu þurfti hópurinn að bjarga fólki sem var fast inní skotbyrgjunum í Öskjuhlíð.
Meðlimir hópsins stóðu sig með stakri prýði og leystu öll verkefnin vel og hratt af hendi.

Meðlimir hópsins vilja koma á framfæri þakklæti til FBSR fyrir flotta og vel skipulagða æfingu sem gaman var að taka þátt í.

—————-
Höfundur: Dagbjartur Finnsson