Fyrsti i flugeldavinnu

Mánudagskvöld og fyrsta formlega vinnukvöld vegna flugelda. Tækjageymsla tæmd og áhersla á að hreinsa allt dótið út sem ekki á að vera þar þegar flugeldar koma inn. Einnig er búið að skipta um perur í lofti þannig að nú hefur byrt verulega í geymslunni.

Vinnan heldur svo áfram í kvöld og er áherslumæting hjá Nýliðum en að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Á miðvikudag verður síðan áhersla á að útkallshópar færi sinn búnað og komi honum þannig fyrir að hann verði aðgengilegur í útköllum. Hópstjórar eru hvattir til að vera í sambandi við sína hóp vegna þessa. En það skemmtilega við þetta allt er að vertíðinn er hafinn.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson