Fatnaður hefur lengi verið vinsælt umræðuefni innan HSSR og sýnist sitt hverjum um notagildi og gæði. Nú virðist loksins runnin upp sá dagur að búið sé að finna fatnað sem henntar við allar aðstæður. Á myndinni má sjá Pál Ágúst félaga okkar klæðast peysu og húfu sem hann fékk í fimmtugsafmælisgjöf frá Láru sinni. Að sjálfsögðu hannaði hún munstrið sjálf og það er að finna undir almenn gögn á opnu svæði. Nú er bara að hefjast handa
—————-
Texti m. mynd: Náttúrulegur
Höfundur: Haukur Harðarson