Leit að týndum vélsleðamönnum við Hrafntinnusker

HSSR var kölluð út laugardaginn 5.mars um kl. 14.30 til leitar að tveimur týndum vélsleðamönnum nálægt Hrafntinnuskeri. Óskað var eftir vélsleðum, snjóbíl og undanförum, og fóru m.a. nokkrar sveitir af höfuðborgarsvæðinu til leitar. Veður var mjög slæmt, skafrenningur og lítið skyggni. Annar mannanna skilaði sér í skálann í Hrafntinnuskeri en hinn maðurinn fannst um 7-leytið nálægt Hrafntinnuskeri, heill á húfi. Hafði hann grafið sig í fönn og beið björgunar. Alls tóku 15 manns þátt í leitinni frá HSSR á fjórum farartækjum auk tveggja vélsleða. Aðgerðum lauk um kl. 23.30.

—————-
Höfundur: Gunnlaugur Briem