Viðhald á Bola

Nú er verið að skipta um reimar í beltum á Bola. Skipt er um allar reimar en spyrnurnar eru notaðar áfram. Þetta er mikil skrúfuvinna því auk þess að skipta um reimarnar er skipt um alla 1500 boltana sem halda spyrnunum föstum. Hér er um eðlilegt viðhald að ræða en til að efla kostnaðarvitund má geta þess að varahlutapakkinn kostar um 1,8 miljónir.
Verkinu á að ljúka í dag, þriðjudag því síðan er Boli að fara á Langjökul í mælingarverkefni fram á laugardag/sunnudag. Síðan styttist í páskavaktina í Laugum.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson