Í dag, föstudaginn 15. apríl, var undirritaður samningur milli björgunarsveita í Reykjavík og Reykjavíkurborgar styrktarsamningur. Samningurinn er til þriggja ára, árlega upphæð til sveitanna 8 miljónir og heildarupphæð á samningstímabilinu 24 milljónir króna. Það felst mikil viðurkenning á okkar starfi frá hendi borgarinnar með þessum samning, sérstalega er það gott að hægt var að gera samningin til svo langs tíma. Aðilar að samningnum auk HSSR er Ársæll, FBSR og Kjölur.
—————-
Texti m. mynd: Undirritun
Höfundur: Haukur Harðarson