Páskarnir hjá tækjahópum

Nú eru páskarnir alveg að renna upp og ljóst að tækjahópar HSSR munu halda til í Landmannalaugum yfir Páskana. Á Skírdag munu jepparnir halda í laugar snemma að morgni ásamt skálavörðum FÍ. Í humátt á eftir þeim munu síðan sleðamenn koma á sínum tækjum. Á föstudaginn langa fer síðan Bolaáhöfnin af stað og mun ásamt sleðamönnum vera til taks nærri laugum ef einhvað óhapp verður í nágreninu fram á mánudag.

Enn er nægt pláss í skálanum hjá FÍ að því er skálavörður segir og viljum við tækjamenn hvetja gönguskíðamenn og konur til að labba inn í laugar og taka þátt í páskum á fjöllum hjá tækjahópum. Þeir sem ekki nenna að labba inn í laugar en langar til að dóla sér í kringum laugarnar yfir páskana geta fengið far með Bola báðar leiðir en áætlunarferðir Bola verða aðeins á föstudaginn langa og til baka á mánudag en síðan er örugglega hægt að fá að hanga aftan í jeppa til baka á Páskadag.

Sagan segir að páskalambið verði grillað á laugardag.

Þeir sem hafa áhuga geta sett sig í samband við Gumma Straum í síma: 8997516

—————-
Texti m. mynd: Grillgleði í laugum
Höfundur: Guðmundur Jón Björgvinsson