Leit við Þríhjúkahelli

HSSR ásamt björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út rétt upp úr miðnætti aðfararnótt skírdags til leitar að þremur mönnum sem saknað var í eða við Þríhnjúkahelli í Bláfjöllum. Til leitar fóru alls 23 félagar á tveimur jeppum, snjóbíl Bola og tveimur vélsleðum. Mennirnir fundust heilir á húfi við hellinn um klukkustund eftir að útkall barst.

—————-
Höfundur: Gunnlaugur Briem