Hópstjórar – breytingar í útkallshópum

Stjórn HSSR hefur tekið þá ákvörðun að tækjahópi verði skipt upp í tækjahóp annarsvegar og beltahóp hins vegar. Í umsjón beltahóps verða Boli og vörubíllinn. Hópstjórar í beltahóp verða Hlynur Skagfjörð og Halldór Ingi Ingimarsson.

Hjá tækjahóp bætist einn hópstjóri við þá Davíð og Gumma og er það Kjartan Óli Valsson. Hópstjórar þar verða því þrír.

Einnig verða breytingar á hópstjórum hjá sérhæfðum leitarhóp, Svava hættir sem hópstjóri, Þorvaldur verður áfram en hópstjóri með honum verður Hanna Lilja Jónasdóttir.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson