Snjóflóðaæfing undanfara og vélsleða hópa á s 1

Nú í kvöld var snjóflóðaæfing haldin fyrir undanfara og vélsleða menn á svæði 1. Æfingin var haldin austan megin í Bláfjöllum þar sem tvö flóð höfðu fallið. Þrír menn voru grafnir í öðru og einn í hinu. Einnig var annað flóð í Draumadals gili þar sem tveir voru grafnir. Undanfarar Hssr héldu æfinguna og teljum við hana hafa gengið mjög vel. Æfingin reyndi gríðarlega á stjórnun og skipulag björgunarmanna og notkun vélsleða við að flytja björgunarmenn á flóða svæðin. Aðstæður voru mjög raunverulegar þar sem það fristi seinni part dags og gerði björgunarmönnum erfitt fyrir að leyta í flóðunum.

—————-
Höfundur: Daníel Guðmundsson