Sveitarfundurinn var haldinn nú í kvöld og mæting góð enda hefð fyrir því að þar gangi inn stór hópur þeirra nýliða sem lokið hefur sínu öðru ári í nýliðaþjálfuninni og býður að því tilefni upp á myndarlegar kræsingar.
Að þessu sinni skrifaði undir eiðstafinn föngulegur fimmtán manna hópur; sjö karlar og átta konur. Búast má við að þau bætist á útkallsskrá á næstunni. Er sveitinni mikill sómi af þessu duglega fólki.
Meðal annarra dagskrárliða voru kynning á siðareglum sveitarinnar og afhjúpun eiðstafsins sem nú prýðir vegginn mót bækisstöðinni þegar komið er upp stigann á aðra hæð, Kristjón kynnti stöðu vefmála og Einar Ragnar reynsluna af sveitaræfingunum.
Að veislu veitinga lokinni var Birgir Blöndahl með stutta tölu og myndasýningu frá nýlegu námskeiði sem hann sótti í Chile í vetur.