HSSR tekur þátt í Mottumars

Ívar BlöndahlNokkrir vel skeggjaðir félagar í Hjálparsveit skáta í Reykjavík taka þátt í Mottumars í ár og biðla til áhugasamra um að leggja sér lið til þess að sem mest fé geti safnast. Eins og allir vita er Mottumars haldinn árlega til þess að vekja sérstaka athygli á krabbameini í körlum og safna fé til rannsókna á þessum vágesti.

Árlega greinast að meðaltali 725 karlar með krabbamein á Íslandi og árlega deyja að meðaltali um 287 karlar úr krabbameinum. Þetta eru synir, makar, bræður, pabbar, afar og vinir. Þitt framlag skiptir miklu máli. Við getum haft áhrif því rannsóknir sýna að koma má í veg fyrir að minnsta kosti 1 af 3 krabbameinum með t.a.m. fræðslu og forvörnum. Heimsæktu því HSSR á vef Mottumars og leggðu góðu málefni lið!