Austurdalur 13.-15. október – ÁHERSLUFERÐ

Helgina 13.-15. október stendur til að kanna leyndardóma hins stórbrotna Austurdals í Skagafirði – takiðanafráSTRAX!! Á föstudagskvöld verður ekið að Ábæ/Skatastöðum, norðan til í dalnum, og gengið að skálanum Hildarseli þar sem hafður verður næturstaður. Á laugardegi er planið að ganga um 22 km leið með Austari-Jökulsá að skálanum Grána, ýmist niðri í gljúfrum eða uppi á brúnum þar sem slíkt lokkar. Frá Grána verður hópnum trillað í boði Tækjó í slot FFA í Laugafelli, farið í blautt og gott bað, grillað og grínað. Rúllað þægilegustu leið heim á sunnudag; ekki ólíklega rölt eitthvað sem vel liggur við á leiðinni. Brottför frá M6 á föstudagskvöld kl. 18:00.
Meiri líkur en minni eru á því að hægt verði að trússa farangur, sem býður þá upp á meiri útúrdúra fyrir léttar fjallageitur á göngunni.

Nýliðar, gamlingjar og allir þar á milli – mætum öll!!
Skráning á ibi@hive.is og/eða valgeiri@mi.is og/eða á korki HSSR.

Skagafjarðarflokkurinn – Íbí, Valli og Kobbi

—————-
Vefslóð: ffs.is/austurdalur.htm
Texti m. mynd: Mynd af vefnum lythorse.com
Höfundur: Ingibjörg Eiríksdóttir