Björgun 2006

Vörusýning
Að venju verður í tengslum við ráðstefnuna haldin sýning þar sem ýmsir aðilar, innlendir og nú einnig erlendir, kynna vörur og þjónustu tengda björgunargeiranum. Sýningin verður á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 21. október.

Fjöldi fyrirlestra staðfestur
Um það bil 55 fyrirlesarar hafa staðfest komu sína á ráðstefnuna, þar á meðal sex erlendir. Dagskránna í heild má finna á landsbjorg.is.

Kvöldverður í Perlunni
Á laugardagskvöldinu (21. okt.) gefst ráðstefnugestum kostur á að sækja villibráðahlaðborð í Perlunni. Verð: 5.250,-

Skráning stendur yfir – HSSR greiðir þátttökugjöld fyir sína félagsmenn

—————-
Vefslóð: landsbjorg.is
Höfundur: Haukur Harðarson

Björgun 2006

Ráðstefna um björgunar- og slysavarnamál
Um og yfir 70 fyrirlestrar verða haldnir á ráðstefnunni. Eins og áður koma fyrirlesarar víða að og úr flestum krókum og kimum neyðar- og slysavarnageirans. Níu erlendir fyrirlesarar verða á ráðstefnunni
Nánari upplýsingar um fyrirlestrana er að finna á heimasíðu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Ef þú hefur áhuga á að fara þá er hægt að senda póst á skrifstofa@hssr.is

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson