Ísklifurfestival í Köldukinn

Sjö félagar úr HSSR héldu norður á Ísklifurfestival Ísalp síðastliðna helgi. Festivalið var haldið í Köldukinn við Skjálfanda og voru þar samankomnir á milli 30 og 40 ísklifrarar. Þar á meðal voru nokkrir heimsklassa erlendir klifrarar sem gaman var að sjá klifra. Mikið var klifrað í tvo til þrjá daga, bæði gamlar og nýjar leiðir farnar. Aðstæður og veður voru með besta móti og allir sammála um að þetta hafi verið frábær helgi.
Sigurður Tómas er að vinna að leiðarvísi á svæðinu sem sjá má hér http://isalp.is/art.php?f=86&p=413.

Myndir má sjá með því að smella á linkinn hér fyrir neðan.

—————-
Vefslóð: grettisgata.eitthvad.is/isklifurfestival2007
Texti m. mynd: Margt var um manninn í Köldukinn
Höfundur: Björk Hauksdóttir