Landsæfingu frestað

22.03 | Landsæfingu frestað
Æfingastjórn Landsæfingar 2007 hefur ákveðið að fresta æfingunni sem fyrirhuguð var nú um helgina vegna mjög erfiðra aðstæðna á æfingasvæðinu. Fyrirhugað er að halda landsæfinguna í október.

Ástæður fyrir frestun eru nokkrar. Fyrst skal nefna mikið vatnsveður á láglendi undanfarna daga sem hefur valdið því að tún og annar gróður er mjög viðkvæmt, jafnvel fyrir gangandi umferð. Eins hefur mikinn snjó tekið upp undanfarið. Umferð um fjallvegi mun við þessar aðstæður valda töluverðu tjóni. Veðurspáin gerir ekki ráð fyrir að land muni þorna fram að æfingunni. Veðurspáin fyrir n.k. laugardag gerir ráð fyrir 15-20 m/s og mikilli úrkomu.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson