Eftir fjölmennan kynningarfund 11. september hafa 39 einstaklingar ákveðið að hefja þjálfun með Hjálparsveit skáta í Reykjavík í vetur. Er það sambærilegur fjöldi og hóf þjálfun síðasta vetur en þá voru þau 38. Lítil afföll voru af þeim hópi um 30 þeirra eru enn í þjálfun og flest þeirra hafa færst upp í nýliða II. Auk þess er er hópur hjúkrunarfræðinga í þjalfun.
Um helgina verða keyrð tvö námskeið, annarsvegar leitartækni fyrir N – II og Rötun og ferðamennska fyrir N – I. Heildarfjöldi þáttakakenda og leiðbeinenda verður því um 60.
Heyrst hefur að nýliðun hafi almennt verið góð þetta árið hjá sveitum á höfuðborgarsvæðinu og er ánægjulegt að sjá hve margt ungt og efnilegt fólk vill leggja okkar sjálboðastarfi lið. Það eru því bjartir tímar framundan.
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson