Fyrsti alvöruleiðangur vetrarins?

Árleg haustferð Jöklarannsóknafélagsins var farin um helgina, og að venju fjölmenntu Reykjavíkurskátar í leiðangurinn. Ekki tóku þeir eftir því að ófært væri á fjöllum og nutu þess að puðrast í gegnum snjóskafla og krapa. Farið var um Þórisós og Veiðivatnavatnhraun í hríðarveðri áleiðis í Jökulheima á laugardaginn var. Daginn eftir fór þjóðleg sveit skipuð fjölskyldum Skagfjörðs og Snælands ásamt parinu á Lego-jeppanum, skreytt í fánalitunum yfir á Tungná á Gnapavaði, um Breiðbak og Nyrðra Fjallabak í jólakortaveðri. Nóg var um festur, skafla og skarir í fyrsta snjó vetrarins.

—————-
Texti m. mynd: þjóðleg á fjöllum
Höfundur: Hrafnhildur Hannesdóttir