Klukkan 20. 15. var sveitin kölluð út vegna leitar að manni sem féll í Sogið við Bíldafell. Björgunarsveitir munu áfram leita mannsins í nótt og verður notast við lýsingu frá árbökkum auk þess sem hópar verða í gönguleit og hundar notaðir. Um 150 manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar taka þátt í leitinni.
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson