Skortur á blóði

Mikil þörf hefur skapast fyrir blóðhluta hjá sjúkrahúsunum vegna sjúkdóma, bráðra veikinda, aðgerða og slysa á síðustu dögum og vikum að sögn yfirlæknis Blóðbankans. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og voru fjölmargir mættir í dag til þess að svara kalli bankans. Félagar HSSR eru hvattir til að láta ekki sitt eftir liggja og smella sér á bekkinn. Blóðbankinn er staðsettur að Snorrabraut 60, heimilisfang sem margir ættu að kannast við enda var það heimilsfang HSSR til margra ára.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson