Þá er komið að því að hrista af sér slenið.
Flugeldauppskeruhátíð verður haldin nk. Föstudagskvöld 1.febrúar á Sjávarbarnum við Grandagarð.
Húsið opnar kl 21.30 og stendur gleðin 30 mínútur fram yfir miðnætti þar á barnum. Taka þá við aðrar víddir ókannaðar.
Aðgangseyrir er: enginn.
Veitingar í boði flugeldanefndar.
Lifandi mússík, þó ekki Leitarhundarnir.
Fögnum saman góðu gengi í flugeldasölu
Flugeldanefnd.
—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson